Einkennalisti
Einkenni breytingaskeiðsins geta verið ansi lúmsk og mörg þeirra myndum við seint tengja við hormónabreytingar að fyrra bragði s.s kvíði, eyrnasuð, kláði undir húð, svimi, meltingavandamál ofl.
Almennt er talað um að einkenni breytingaskeiðsins sé yfir 30 talsins og geta þau haft áhrif inní flest kerfi líkamans, mikilvægt er þó að hafa í huga að það er ekki alltaf hægt að skella skuldinn á breytingaskeiðið, einkennin geta átt við ýmislegt annað þó að vissulega hafi hormónabreytingar oft mikil áhrif.
Einkennin eiga að vera aðal greiningartækið hjá konum 45 ára og eldri þar sem blóðprufur eru mjög óáreiðanlegar á þessum aldri og orðið mjög líklegt að hormónin séu farin að minnka og/eða sveiflast til.
Hjá yngri konum er oftar hægt að mæla hormón í blóði en það er samt alltaf mikilvægt að horfa á klínísk einkenni líka.
Hér að neðan geturðu sótt einkennalista til að prenta út, það getur verið mjög gagnlegt að fylgjast með einkennunum t.d. áður en þú ferð og hittir lækni, gott að hafa hann með útprentaðan til að fara yfir með lækninum, einnig er gott að fylgjast með einkennum ef þú ert að hefja hormónauppbótarmeðferð eða önnur úrræði til að sjá hvernig þér gengur að finna jafnvægi.
Þessi listi er mjög ítarlegur þar sem hann er ættlaður sem n.k. “dagbók” til þess að þú náir að átta þig enn betur á hvar þú ert stödd og hvað er að hafa áhrif á líðanina þína. Það getur verið gott að skrifa hjá sér ef það er eitthvað sérstakt í gangi í lífinu sem gæti verið að hafa áhrif s.s. streita, áföll, hreyfing, mataræði ofl.