Einstaklingsmeðferð
Leyfðu mér að hjálpa þér að fá sem mest út úr lífinu
Stundum koma tímabil þar sem við upplifum eins og við séum ekki lengur við stýrið á eigin líðan og hamingju, litlir hlutir verða næstum óyfirstíganlegir, ótrúlegustu hlutir fara að valda okkur áhyggjum, streitan magnast, drifkrafturinn hverfur á sama tíma færist doðinn yfir og lífið verður ýmist flatt eða yfirþyrmandi. Á endanum upplifum við eins og við séum bara skugginn af sjálfum okkur, sjálfstraustið horfið og sjálfsmyndin farin að molna.
Frekar döpur lýsing ég veit...en þetta er eitthvað sem ég hef heyrt frá mörgum af þeim konum sem hafa leitað til mín, ég þekki af eigin raun hversu erfitt og óþægilegt það er að vera á þessum stað.
Sem betur fer er ýmislegt hægt að gera til að komast aftur á réttan stað og ná stjórn á lífinu og tilfinningunum. Og því fyrr sem þú leitar þér aðstoðar því betra, það er algjör óþarfi að bíða eftir að lífið verði óbærilegt, ef þér líður ekki eins og þér langar að líða, er um að gera að fá hjálp.
Hér eru nokkur atriði sem ég get hjálpað þér með:
- Ná stjórn á streitu, kvíða og reiði
- Vinna með depurð, þunglyndi og vonleysi
- Kulnun
- Sjálfstraust og sjálfsmynd
- Óútskýranlegur ótti/fóbíur
- Svefnvandamál
- Lífsstíls- og þyngdarstjórnun
- Vinna með vanatengda hegðun og hugsun
- Framkomu- og frammistöðu kvíði
Í meðferðinni vinnum við að því að koma lífinu í jafnvægi, vinnum með tilfinningar, skynjanir, hugsun, líkamsvitund og viðbrögð. Hjálpum þér að móta jákvæða framtíð og ná stjórn á líðan og upplifun.
Allir tímar eru miðaðir út frá þínum þörfum og byggja fyrst og fremst á sálrænni talmeðferð og lausnamiðaðri dáleiðslu. Inní þetta blanda ég tólum úr NLP fræðunum og markþjálfun eftir því sem passar þér.