top of page

Kvennaklúbburinn

Eruð þið vinkonurnar að velta fyrir ykkur hvort breytingaskeiðið sé mætt á svæðið,

hvað sé best að gera, hvað þarf að passa uppá...eða bara hvað snýr upp og niður í þessum málum?!

Screenshot 2022-02-02 at 15.46.47.png

​Nú getið þið fengið fræðsluna beint heim í stofu sérsniðna að ykkar þörfum, fengið tækifæri til að spyrja allra spurninganna sem brenna á ykkur og lært hvernig þið getið gert ykkar besta til þess að undirbúa ykkur og/eða komast í gegnum þetta lífsskeið á sem bestan hátt.

 

Fyrir ykkur sem búið utan höfuðbrogarsvæðiðsins er hægt að hittast á netinu líka!

 

Frábært fyrir alskonar vinkonuhópa...saumaklúbbinn, frænkuhittinginn, hlaupahópinn, matarklúbbinn, spilahópinn...og að sjálfsögðu hægt að bjóða mökum að vera með til að auka þeirra skilning

Hér eru dæmi um umfjöllunarefni:

- Hvenær hefst breytingaskeiðið og hvernig veistu að þú ert komin þangað?

- Einkenni, meðferð og leiðir til að láta sér líða betur

- Hvaða áhrif getur breytingaskeiðið haft á framtíðarheilsu mína

- Hvernig get ég nálgast lækninn minn og fengið hann til að hlusta

- Er eitthvað í lífsstílnum sem er gott að breyta/bæta

- Hvað get ég gert sjálf til að láta mér líða betur

- Hvernig útskýri ég þetta fyrir maka og/eða yfirmanni

Og í raun bara allt sem ykkur dettur í hug eða finnst ykkur vanta að vita en vitið ekki hvern á að spyrja eða hvar á að nálgast upplýsingar

  • Frábært fyrir hópa á bilinu 5-10 (sem dæmi)

  • Tekur ca. 90 mínútur en fer eftir spurningum og umræðum og hægt að aðlaga að þörfum

  • Engin þörf á tölvubúnaði þar sem nálgunin er notalegt spjall frá konu til konu ❤️

Vertu í sambandi fyrir nánari upplýsingar og bókun

bottom of page